Afkoma ríkisins betri en áætlað var

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Ernir

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu ellefu mánuði ársins 2012 liggur nú fyrir. Handbært fé frá rekstri jókst á milli ára og var neikvætt um 51,1 milljarða samanborið við 70,3 milljarða á sama tímabili 2011. Tekjur reyndust 43,2 milljörðum hærri en í fyrra en gjöldin jukust um 18,9 milljarða milli ára. Þetta er betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um 60,4 milljarða. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins.

Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu ellefu mánuðum ársins jukust um 10,9% á milli ára
og námu alls 442,6 milljörðum sem er 11,3 milljörðum eða 2,6% yfir tekjuáætlun fjárlaga. Drjúgan hluta fráviksins má rekja til óreglulegra liða sem ekki var áætlað fyrir. Ef leiðrétt er fyrir þessum atriðum nema innheimtar tekjur ríkissjóðs á tímabilinu 433,2 milljörðum sem er 1,9 milljörðum umfram áætlun.

Greidd gjöld námu 490,6 milljarða og jukust eins og áður segir um 18,9 milljarða frá fyrra ári, eða um 4%. Greidd gjöld voru 705 milljónum innan fjárheimilda tímabilsins eða 0,1%. 

Efnisorð: ríkissjóður
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK