Leigumarkaðurinn enn í sókn

Dregið hefur úr nýjum leigusamningum meðan íbúðakaup aukast.
Dregið hefur úr nýjum leigusamningum meðan íbúðakaup aukast. Morgunblaðið/Golli

Leigumarkaðurinn virðist enn vera í mikilli sókn og birtist það meðal annars í biðlistum eftir stúdentaíbúðum og hækkandi leiguverði undanfarna 12 mánuði. Þrátt fyrir það fækkaði nýjum leigusamningum um 9% á milli ára eða um 868 niður í 9084 á síðasta ári. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka.

Um 63% húsaleigusamninga er gerður á höfuðborgarsvæðinu, en þar var fækkunin 11%. Undanfarna 12 mánuði hefur leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 8% miðað við tölur Þjóðskrár Íslands, en þegar tölur Hagstofunnar um leiguverð eru skoðaðar sem ná yfir landið allt nemur hækkunin 6%. Þetta er meiri hækkun en sem nemur hækkun íbúðaverðs á sama tíma en hækkun íbúða á landinu öllu nemur 4,6% á síðasta ári. Samhliða því að veltan á leigumarkaði er að dragast saman er veltan á íbúðamarkaði að aukast.

Á síðasta ári jókst veltan á íbúðamarkaði um tæp 20% á landinu öllu en þá voru gerðir 7.600 kaupsamningar um íbúðahúsnæði samanborið við  6.600 kaupsamninga árið 2011. Heildarviðskipi með íbúðir á síðasta ári námu 205 milljörðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK