Jón Ásgeir í hamborgarabransann

Jón Ásgeir.
Jón Ásgeir. Ómar Óskarsson

Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson er í sunnudagsútgáfu breska dagblaðsins Telegraph sagður hafa keypt 25% hlut í fyrirtækinu Muddy Boots sem selur matvöruverslunum hamborgara og annað kjötmeti. Blaðið segir að kaupin séu gerð í gegnum JMS Partners, félag þeirra Jóns Ásgeirs og Gunnars Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Baugs í Bretlandi.

Blaðið segir þetta líklega fyrstu fjárfestingu Jóns Ásgeirs í Bretlandi síðan Baugur féll snemma árs 2009. Einnig að hann hafi tekið sæti í stjórn fyrirtækisins.

Telegraph segir að aðkoma Jóns Ásgeirs verði til þess að Muddy Boots sem sett var á fót árið 2008 muni auka vöruúrval sitt og dreifa vörum sínum í fleiri verslanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK