RÚV velur tilboð Fjarskipta

Ríkiskaup hafa tilkynnt, fyrir hönd Ríkisútvarpsins ohf., að valið hafi verið tilboð Vodafone (Fjarskipta hf.) í stafræna sjónvarpsdreifingu fyrir Ríkisútvarpið. Nánari upplýsingar um framhald samningagerðar má lesa í kauphallartilkynningu Ríkisútvarpsins.

„Stafræn sjónvarpsdreifing fyrir Ríkisútvarpið var boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á síðasta ári. Útboðið var í nokkrum áföngum; fyrst forvali þar sem allir áhugasamir aðilar gátu sent inn tilboð, næst bauðst fjórum aðilum að taka áfram þátt í útboðinu og að lokum stóð valið milli tveggja fyrirtækja. Vodafone var annað þeirra og hefur nú verið tilkynnt að tilboð félagsins hafi verið valið. 

Fjarskipti munu gefa út frekari upplýsingar eftir því sem samningagerðinni vindur fram,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK