Margir Bretar ánægðir með dóminn

Lesendur breska blaðsins The Telegraph virðast flestir vera á því …
Lesendur breska blaðsins The Telegraph virðast flestir vera á því að dómur EFTA dómstólsins sé réttur. Brynjar Gauti

Lesendur breska blaðsins The Telegraph eru flestir hverjir mjög ánægðir með niðurstöðu Icesave-málsins. Segja þeir að dómurinn staðfesti að ekki eigi að koma skuldum einkafyrirtækja yfir á ríkið og að breska ríkisstjórnin hafi farið ranglega að þegar hún bætti innistæðueigendum upp tapið við fall íslensku bankanna.

„Hljómar vel, vil sjá meira af því sama frá EFTA-dómstólnum,“ segir einn lesandinn í athugasemdum við frétt blaðsins um Icesave-málið. Annar gagnrýnir bresk yfirvöld fyrir að hafa bætt upp tjón innistæðueigenda. „Styð dómsniðurstöðuna algjörlega. Bretland fór ranglega að þegar innistæðueigendum var bætt tapið. Þeir voru að nýta sér gróðasjónarmið banka í öðrum löndum með allri þeirri áhættu sem því fylgir. Það kvartaði enginn þegar þeir fengu háa vexti, en allir þegar kerfið hrundi. Ef þú ert ekki tilbúinn til að taka áhættunni í erlendri bankastarfsemi, þá áttu ekki að taka þátt í henni.“

Þá benti einn lesandi á að ef Bretar myndu gera eins og þeir ætluðust til af Íslendingum þá þyrftu þeir að borga tap erlendra ríkisborgara vegna falls breskra banka erlendis. „Íslendingar kusu að greiða ekki skuldir frá einum af gjaldþrota bönkunum, þvílík furða. Ef Bretland væri í sömu stöðu myndu fífl eins og Cameron og Osborne nota peningana okkar í að borga útlendingum sem hefðu tapað peningum vegna falls breskra banka og sagt að það væri það heiðarlega í stöðunni.“

Lesendur virtust sérstaklega ánægðir með þá niðurstöðu að skattgreiðendum væri ekki gert að greiða fyrir skuldir einkafyrirtækja. Einn lesandi sagði óásættanlegt að slík fyrirtæki gætu hótað sjálfstæðum ríkjum. „Ég tel ekki að það sem hafi gerst hér sé and-breskur eða and-hollenskur dómur. Þetta er í raun skynsamur dómur sem við ættum öll að fagna. Þetta hjálpar til við að ítreka hugmyndina um kapítalisma og raunveruleg skil milli opinbera og einkageirans. Einkarekin fyrirtæki ættu ekki að geta komið skuldum sínum yfir á sjálfstæð ríki með að hóta ríkisstjórnum efnahagslegu hruni.“

Efnisorð: Icesave
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK