Reisa fjölbýlishús fyrir um tvo milljarða í Kópavogi

Vignir Steinþór Halldórsson og Svanur Karl Grjetarsson, eigendur verktakafyrirtækisins MótX.
Vignir Steinþór Halldórsson og Svanur Karl Grjetarsson, eigendur verktakafyrirtækisins MótX. mbl.is/Styrmir Kári

Verktakafyrirtækið MótX vinnur að því að reisa tvö fjölbýlishús í Kópavogi. Um er að ræða fjárfestingu fyrir samtals um tvo milljarða króna. Annars vegar er um að ræða 35 íbúða fjölbýlishús í Þorrasölum og hins vegar 28 íbúða fjölbýlishús í Kópavogstúni

Verið að ljúka við uppsteypu á húsnæðinu í Þorrasölum og fyrsta skóflustunga í Kópavogstúni verður tekin í sumar. Íbúðirnar verða 100 til 150 fermetrar að stærð. Byggingafélagið Silfurhús stendur að framkvæmdinni, en aðalverktaki framkvæmdanna er MótX sem jafnframt er hluthafi í Silfurhúsum.

„Það hefur skapast rými fyrir unga menn að láta til sín taka í verktakabransanum,“ segir Svanur Karl Grjetarsson, annar eigandi MótX, í umfjöllun um þessar framkvæmdir í Morgunblaðinu í dag. „Það eru að verða kynslóðaskipti. Margir af gömlu jöxlunum hafa ekki látið til sín taka eftir kreppuna. Það þarf ekki að vera vegna þess að þeir urðu gjaldþrota, heldur hafa þeir ákveðið að láta gott heita,“ segir Vignir Steinþór Halldórsson, eigandi í MótX.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK