Samkomulag um kísilver á Bakka

Bakki við Húsavík.
Bakki við Húsavík. mbl.is/GSH

Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra skrifaði í dag undir yfirlýsingu um samstarf ríkisins við Norðurþing, Hafnarsjóð Norðurþings og þýska iðnfyrirtækið PCC vegna áforma um uppbyggingu kísilvers á Bakka. Þá var jafnframt undirritað samkomulag milli Norðurþings, Hafnarsjóðs Norðurþings og íslenska ríkisins um ýmsar nauðsynlegar aðgerðir svo hægt verði að ráðast í atvinnuuppbyggingu á Bakka.

Á næstunni mun atvinnuvegaráðherra leggja fram tvö frumvörp á Alþingi. Annað frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherra verði veitt heimild til að gera fjárfestingarsamning um byggingu kísilvers á Bakka. Hitt frumvarpið er lagt fram til að afla heimilda fyrir ríkið til að kosta uppbyggingu tiltekinna innviða sem eru nauðsynleg forsenda verkefnisins, einkum vegtengingu milli hafnarinnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka og stækkun Húsavíkurhafnar, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins.

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK