Landsbankinn efstur í ánægjuvoginni

Landsbankinn varð efstur fjármálafyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2012.
Landsbankinn varð efstur fjármálafyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2012. Landsbankinn

Landsbankinn stökk fram úr Íslandsbanka sem sú fjármálastofnun sem viðskiptavinir eru ánægðastir með. Þetta kemur fram í niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2012 sem birt var í morgun. Bankinn hækkaði um 5,6 stig milli ára og mældist með 62,9 stig. Meðaltal allra fjármálafyrirtækja er 60 stig. Í fyrra var Íslandsbanki efstur, en athygli vekur að allir bankarnir bæta við sig og því ljóst að ánægja viðskiptavina með bankastofnanir hefur aukist milli ára.

Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir í tilkynningu frá bankanum að þessi niðurstaða sé mikilsverður áfangi á langri leið og ástæða sé til að gleðjast: „Við höfum lýst því að við ætlum okkur forystu á bankamarkaði. Niðurstöður íslensku ánægjuvogarinnar sýna glöggt að við erum á réttri leið. Við höfum lagt mikla áherslu á að treysta samband okkar við viðskiptavini á síðustu árum og það er gleðilegt fyrir starfsfólk að uppskera með þessum hætti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK