Nýtt 105 herbergja KEA hótel í Reykjavík

Ásýnd hússins við Suðurlandsbraut mun taka smá breytingum með tilkomu …
Ásýnd hússins við Suðurlandsbraut mun taka smá breytingum með tilkomu hótelsins

Þessa dagana vinnur KEA hótel að uppsetningu á sjötta hóteli félagsins og því þriðja í Reykjavík. Nýja hótelið mun heita Reykjavík Lights og verður að Suðurlandsbraut 12 fyrir ofan Eldsmiðjuna og Krúsku. Páll L. Sigurjónsson segir í viðtali við mbl.is að lagt hafi verið upp með að tengja liti náttúrunnar við hönnun hótelsins, en einnig spila gömlu mánaðarheitin og ýmiskonar fróðleikur um viðburði og hefðir hérlendis stórt hlutverk við hönnunina.

Hótelið verður 105 herbergja og er í þriggja stjörnu flokki. Fyrir rekur fyrirtækið Hótel Björk og Hótel Borg, en samanlagður herbergjafjöldi þeirra tveggja er um 110 herbergi. Þetta er því rúmlega tvöföldun á gistirými félagsins í höfuðborginni.

Samkvæmt Páli er um að ræða þema hótel  „Hugmyndin er hin síbreytilega birta á Íslandi og hvernig hún hefur áhrif á okkar daglega líf. Það er verið að nota ljós og liti, sem eru breytileg eftir árstíðum og spegla því gegnum allt hótelið.“

Opnar í byrjun júní

Framkvæmdir hófust í desember, en gert er ráð fyrir að þeim ljúki núna í byrjun sumars og hótelið muni opna 1. júní næstkomandi. Samkvæmt Páli verður bæði veitingastaður og bar til staðar á hótelinu, en hann nefnir einnig að mjög mikið sé um veitingastaði í nágrenninu, enda sé hlutfall hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu hvað hæst á þessu svæði.

Meðal annarra hótela sem hafa opnað á svæðinu í kring er Hilton hótel, Grand hótel, Park-inn og Cabin hótel.  „Það er gríðarlega mikill fjöldi herbergja á þessu svæði. Ég tel að þetta styrki svæðið mikið. Ef maður horfir á Suðurlandsbrautina þá er til dæmis ofsalega mikill fjöldi veitingastaðir þarna og þessi starfsemi styrkir hvor aðra.“ segir Páll.

Horft verður til gömlu mánaðanna í hönnun herbergjanna, auk þess …
Horft verður til gömlu mánaðanna í hönnun herbergjanna, auk þess að tengja við hina síbreytilegu birtu hérlendis.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK