Kröfuhafar tapa mestu á kosningunum

Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir
Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir mbl.is/Golli

Slitastjórn Glitnis kannast ekki við það sem Seðlabankastjóri fullyrti á dögunum um að samningaviðræður við kröfuhafa gömlu bankanna væru löngu hafnar. Óháð því hvaða flokkar mynda næstu ríkisstjórn munu kröfuhöfum gömlu bankanna verða gert að færa niður krónu kröfur sínar, annað hvort í kjölfar samninga eða einhliða aðgerða að hálfu næstu ríkisstjórnar. Þetta kemur fram í fréttaskýringu hjá Bloomberg fréttaveitunni.

Segir þar að kröfuhafar föllnu bankanna verði þeir sem tapi mest á næstu kosningum, en gert er ráð fyrir að þeir tapi um 3,6 milljörðum Bandaríkjadollara, alveg sama hvernig kosningarnar fara.

Haft er eftir Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að uppgjörið við slitastjórnirnar verði framkvæmt á mun veikara gengi en skráð gengi. Katrín Jakobsdóttir segir að annaðhvort verði farin samningaleið, eða þá að settur verði á útgönguskattur með lagasetningu á Alþingi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK