Nýr 500 milljón dollara jarðvarmasjóður

Nýr framkvæmdasjóður vegna jarðvarmaverkefna hefur verið settur á laggirnar á vegum Alþjóðabankans, en stofnfé hans er 500 milljónir Bandaríkjadollara. Sri Mulyani Indrawati, framkvæmdastjóri hjá Alþjóðabankanum, kynnti þetta á íslensku jarðvarmaráðstefnunni í Hörpu í dag.

Sagði hún að þetta myndi bæði hjálpa til við rannsóknir og leit að jarðhitalindum, sem og auðvelda stækkun á núverandi virkjunum. Sérstaklega er horft til framkvæmda á svæðum þar sem fjármagn vantar vegna framkvæmda af þessu tagi, en ekki er ólíklegt að þetta muni snerta íslensk verkfræði- og orkufyrirtæki sem í dag eru framarlega á sviði jarðvarmarannsókna og virkjana og eru með starfsemi víða um heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK