Vill afnema forréttindi banka

Ben Dyson kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fyrr í …
Ben Dyson kom fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fyrr í vikunni. mbl.is/Ómar

Hugmyndir að nútímavæðingu peningakerfisins þar sem innlánsstofnunum verður gert óheimilt að búa til peninga – svokallaðar rafkrónur – og þess í stað verði því valdi komið í skjól til Seðlabankans ættu að hafa meiri skírskotun til Íslands en flestra annarra ríkja á Vesturlöndum.

„Hin alþjóðlega fjármálakreppa sem braust út á árunum 2007 og 2008 sýndi að bönkum er ekki treystandi fyrir peningaprentunarvaldinu og Ísland er líklega besta dæmið þar sem þetta vald var misnotað – á ótrúlega skömmum tíma.“

Þetta segir Ben Dyson, stofnandi og stjórnarmaður bresku samtakanna Positive Money, sem berjast fyrir bættu peningakerfi, í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Flestir skilja ekki, jafnvel margir hagfræðingar,“ útskýrir Ben „hvernig peningakerfið virkar í raun og veru.“ Vandamál kerfisins megi rekja til þess að það eru í raun viðskiptabankanir, en ekki Seðlabankinn, sem stýra peningamagni í umferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK