Ummæli Dijsselbloem hrista upp í mörkuðum

AFP

Miklar sveiflur voru á hlutabréfamörkuðum í Asíu og Eyjaálfu í dag en fjármálamarkaðir eru mjög viðkvæmir fyrir öllum fréttum tengdum Kýpur og evrusvæðinu.

Í Tókýó lækkaði Nikkei-hlutabréfavísitalan um 0,60% en í Hong Kong hækkaði Hang Seng-vísitalan um 0,27% eftir að hafa lækkað fyrr í morgun.

Í Sjanghaí nam lækkunin 1,25%.

Jeroen Dijsselbloem, sem stýrir hópi fjármálaráðherra evruríkjanna, sagði í samtali við Financial Times í gærkvöldi að kostnaður sem fylgdi endurskipulagningu bankanna ætti ekki að falla á hið opinbera heldur lánardrottna, hluthafa og ef nauðsyn þykir - á eigendur ótryggðra innistæðna.

Þegar þessi ummæli hans birtust höfðu þau mikil áhrif á gengi evrunnar og lækkaði hún mikið á stuttum tíma.

Þessi ummæli sem hollenski fjármálaráðherrann lét falla höfðu áhrif á markaði því nú telja sérfræðingar líklegt að sú aðferð sem beitt er á Kýpur muni verða fyrirmynd að öðrum björgunaraðgerðum á vegum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Við þetta lækkuðu helstu hlutabréfavísitölur heims enda óttast margir að fleiri evruríki þurfi á aðstoð að halda.

Franski hagfræðingurinn Benoît Cœuré, sem situr í framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu, gagnrýnir þessi ummæli Dijsselbloem og segir ekki rétt af honum að tala um að björgun kýpversku bankanna eigi að verða fyrirmynd að björgun annarra bankakerfa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK