WOW air með nýjar Airbus A320 vélar

Flugvél Wow air á Keflavíkurflugvelli.
Flugvél Wow air á Keflavíkurflugvelli.

WOW air hefur tekið í notkun tvær nýjar Airbus A320 vélar af árgerð 2010. Önnur vélin kom fyrir helgi en hin vélin kom til landsins í dag.

Fram kemur í tilkynningu, að þetta séu fyrstu tvær vélarnar af fjórum nýlegum Airbus A320 vélum sem WOW air muni taka í gagnið fyrir sumarið. Vélarnar séu nýjustu þoturnar sem notaðar séu í áætlunarflugi til og frá Íslandi af íslensku félagi. Vélarnar séu með auknu sætabili og sé allur aðbúnaður um borð eins og best verði á kosið. Nýju Airbus A320 vélarnar séu mun sparneytnari en eldri vélar og jafnframt mengi þær umtalsvert minna. Hvort tveggja styðji við stefnu WOW air um að geta ávallt boðið hagstæðustu verðin til og frá Íslandi sem og að láta gott af sér leiða.

„Það er virkilega ánægjulegt að geta tekið í notkun þessa fyrstu tvær vélar af fjórum nýlegum Airbus A320 vélum. Við erum að stórauka leiðarkerfi okkar og tíðni og munum leggja mikla áherslu á að bjóða ávallt upp á fyrsta flokks aðbúnað og þjónustu fyrir okkar farþega og að sjálfsögðu munum við áfram alltaf bjóða besta verðið,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, í tilkynningu.

Frá með næsta vori verður WOW air með fjórar Airbus A320 vélar og mun bjóða upp á 520 þúsund sæti til og frá Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK