Áfram skuggar yfir spænsku efnahagslífi

Margir Spánverjar hafa fengið sig fullsadda af ástandinu heima fyrir
Margir Spánverjar hafa fengið sig fullsadda af ástandinu heima fyrir AFP

Staða Spánar batnar lítið næstu mánuðina ef marka má nýja þjóðhagsspá Seðlabanka Spánar. Þar kemur fram að samdráttur muni ríkja á Spáni á öðrum ársfjórðungi en atvinnulausum fjölgar hægar en áður.

Þegar eignabólan sprakk á Spáni árið 2008 sigldi þetta fjórða stærsta hagkerfi evrusvæðisins hratt og fast inn í djúpa efnahagslægð. Síðan þá hafa milljónir starfa glatast og bankar sitja uppi með ónýt lán.

Landsframleiðslan dróst saman um 0,5% á fyrsta ársfjórðungi og er það sjöundi ársfjórðungurinn í röð þar sem samdráttur ríkir í spænsku efnahagslífi. Á síðustu þremur mánuðum síðasta árs nam samdrátturinn 0,8%.

Á fyrsta ársfjórðungi mældist atvinnuleysið 27,16% og hefur ekki verið svo mikið frá fráfalli einræðisherrans Franciscos Franco árið 1975.

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Spánar ríkir nú meiri bjartsýni meðal spænsks almennings og er það rakið til þess að atvinnulausum fjölgar hægar nú en áður.

Samkvæmt þjóðhagsspá spænsku ríkisstjórnarinnar mun samdrátturinn nema 1,3% í ár eftir 1,37% samdrátt í fyrra. Atvinnuleysið mun mælast 27,1% í ár.

Yfir 27% spænsku þjóðarinnar er án atvinnu
Yfir 27% spænsku þjóðarinnar er án atvinnu AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK