Allir sammála í peningastefnunefnd

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Allir nefndarmenn peningastefnunefnd voru sammála um að halda stýrivöxtum óbreyttum á maí fundi nefndarinnar. Voru nefndarmenn sammála um að þótt heldur hafi hægt á efnahagsbatanum um sinn héldi slakinn í þjóðarbúskapnum áfram að minnka. Laust taumhald peningastefnunnar hefði stutt við efnahagsbatann á undanförnum misserum. Áfram gilti að eftir því sem slakinn hyrfi úr þjóðarbúskapnum væri nauðsynlegt að slaki peningastefnunnar hyrfi einnig. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar.

Að hve miklu leyti aðlögunin ætti sér stað með hærri nafnvöxtum Seðlabankans færi eftir framvindu verðbólgunnar, sem myndi ráðast að miklu leyti af þróun launa og  gengishreyfingum krónunnar. Auk þess þyrfti peningastefnan hverju sinni að taka mið af stefnunni í opinberum fjármálum og öðrum þáttum sem hafa áhrif á eftirspurn.

Nefndin lagði áherslu á að stefna hennar um aðgerðir á gjaldeyrismarkaði á komandi 
misserum fæli ekki í sér yfirlýsingu um fastgengisstefnu enda myndi það fela í sér breytingu á ramma peningastefnunnar, sem samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands verður ekki gerð nema að fengnu samþykki ríkisstjórnar.

Ákveðið var að halda innlánsvöxtum (vöxtum á viðskiptareikningum) í 5%, hámarksvöxtum á 28 daga innstæðubréfum í 5,75%, vöxtum af lánum gegn veði til sjö daga í 6% og daglánavöxtum í 7%

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK