Lundbeck fær svimandi háa sekt

citalopram
citalopram Af vef citalopram

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað danska lyfjafyrirtækið Lundbeck um 93,8 milljónir evra, 15 milljarða íslenskra króna. Er þetta hæsta sekt sem ESB hefur lagt á fyrirtæki fyrir brot á samkeppnislögum.

Ástæðan fyrir sektinni er ólöglegt samráð sem Lundbeck átti við framleiðendur samheitalyfja um að þeir kæmu síðar inn á markaðinn með samheitalyf fyrir þunglyndislyfið citalopram. Samkomulagið var gert árið 2002.

Samheitalyfjaframleiðendurnir fengu 52,8 milljóna evra, 8,4 milljarða króna, fyrir að hafa samþykkt að bíða með að setja ódýrara lyf á markað. 

Joaquín Almunia, sem fer með samkeppnismál hjá framkvæmdastjórn ESB, segir að það sé óásættanlegt að fyrirtæki greiði keppinautum sínum fyrir að halda sig frá markaði og fresti markaðssetningu ódýrari lyfja.

„Samkomulag af þessu tagi skaðar sjúklinga beint og heilbrigðiskerfi þjóða. sem eru þegar múlbundin í fjárlögum. Framkvæmdastjórnin mun ekki líða starfsemi sem miðar að því að hamla samkeppni,“ segir Almunia.

Samheitalyfjafyrirtækin sem um ræðir eru: Alpharma (sem nú er hluti af Zoetis), Merck KGaA/Generics UK (samheitalyfjahlutinn í Bretlandi er nú hluti af lyfjafyrirtækinu Mylan), Arrow (sem er nú hluti af Actavis) og Ranbaxy.

Á þessum tíma var citalopram það lyf Lundbecks sem seldist best.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK