Heildargróði af lagningu sæstrengs

Raforkuverð mun að öllum líkindum hækka hér á landi með lagningu sæstrengs, en þrátt fyrir það myndi ríkið fá inn hærri upphæðir vegna sölunnar út en það þyrfti að nota í mótvægisaðgerðir til að lækka rafmagnsverð heimila hérlendis. Því er rétt að hefja viðræður til að fá nánari upplýsingar um forsendur þess að leggja strenginn. Þetta segir Gunnar Tryggvason, verkfræðingur og formaður ráðgjafanefndar um sæstreng, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má.

Gunnar segir rétt að raforkuverð muni að öllum líkindum  hækka, sérstaklega ef ekkert annað verði gert til að lækka raforkuverð. Bendir hann þó á að í Noregi hafi meðal annars, í sumum héruðum, verið ákveðið að fella niður virðisaukaskatt á raforku til að lækka verðið.

Áhrifin þyrftu þó ekki að vera mikil, en Gunnar segir að þótt farið verði í lagningu þess strengs sem nú sé horft til, upp á 700 MW, þá sé ólíklegt að það hafi veruleg áhrif á verð rafmagns.

Hann bendir einnig á að þrátt fyrir að raforkuverð hækki, þá muni það ekki hafa áhrif á húsahitunarkostnað flestra heimila á landinu, þar sem þau séu hituð upp með jarðvarma en ekki rafmagni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK