Hvalveiðar ekki réttlætanlegar á Faxaflóa

Ekki er hægt að réttlæta hvalveiðar á Faxaflóasvæðinu þegar horft er til heildarhagsmuna. Þetta segir Hjörtur Hinriksson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Sérferða, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má. Hann segir að með svipaðri þróun og hafi verið síðustu ár liggi í augum uppi að hvalaskoðun sé hægt og rólega útrýmt á svæðinu.

Hann segir hundrað manns vinna við greinina við Faxaflóa yfir sumartímann og að þarna sé verið að fórna miklum hagsmunum fyrir frekar litla hagsmuni. Hjörtur hvetur jafnframt til þess að litið sé hreint á tölurnar og heildarhagsmunir metnir og látnir ráða í þessum efnum.

„Staðan er sú að ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið mikið, hvalaskoðun er ein stærsta afþreyingin og það að menn ætli að ganga nærri henni með svona hætti er ekki ásættanlegt,“ segir Hjörtur og bætir við að ef hvalveiðar séu sjálfbærar, þá hljóti að vera hægt að finna lausn þannig að veiðar séu ekki á sama svæði og skoðunin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK