Verðbólgan mælist 4,3%

Sumarútsölur eru víða um garð gengnar og hækkaði verð á …
Sumarútsölur eru víða um garð gengnar og hækkaði verð á fötum og skóm um 6,1%. mbl.is/Styrmir Kári

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,34% frá fyrra mánuði. Þetta þýðir að verðbólga síðustu 12 mánuði er 4,3%. Verðbólga í síðustu mælingu reyndist 3,8%.

Sumarútsölur eru víða um garð gengnar og hækkaði verð á fötum og skóm um 6,1% (vísitöluáhrif 0,29%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 11,9%, en áhrif þess á vísitöluna er -0,19%.

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hækkuðu innfluttar vörur án áfengis og tóbaks um 1% milli mánaða og búvörur og grænmeti um 0,7%.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 4,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,6% sem jafngildir 2,5% verðbólgu á ári.

Hækkun vísitölu neysluverðs hefur áhrif á fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK