Segja Spán hafa náð botninum

Atvinnuleysi á Spáni hefur lækkað síðustu sex mánuðina.
Atvinnuleysi á Spáni hefur lækkað síðustu sex mánuðina. AFP

Stjórnvöld á Spáni segja að botninum á tveggja ára samdrætti sé náð, en atvinnuleysi hefur dregist saman síðustu sex mánuði. Heildarfjöldi atvinnulausra nam í lok ágúst 4,7 milljónum og fækkaði þeim um 31 einstaklinga milli mánaða. Það var þó nóg til að sýna fram á áframhaldandi bætingu á atvinnumarkaðinum og sagði efnahagsráðherrann, Luis de Guindos, að hann teldi að botninum væri náð og að tölurnar væru hvetjandi.

Samkvæmt opinberum tölum var atvinnuleysið á öðrum ársfjórðungi 26,26%, en það hefur lækkað úr 27,16 frá fyrsta ársfjórðungi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að atvinnuleysi á Spáni muni áfram vera yfir 25% næstu fimm árin, ef ekki komi til sérstakra aðgerða að hálfu spænskra stjórnvalda. Spá ríkisstjórnarinnar er þó að atvinnuleysi verði 26,7% árið 2014 og fari niður í 25% árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK