Evrubankar þurfa aukna fjármögnun

AFP

Bankar á evrusvæðinu þurfa nauðsynlega á aukinni fjármögnun að halda ef takast á að koma á stöðugleika á svæðinu að mati Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Þá standa útistandandi lán þeim fyrir þrifum sem óvíst er hvort hægt verði að innheimta.

Fram kemur í skýrslu frá stofnuninni sem gefin var út síðastliðinn þriðjudag að nauðsynlegt sé að grípa til ráðstafana til þess að stuðla að trúverðugleika eignasafns bankanna fyrir álagspróf næsta árs og tryggja aðgengi þeirrar að fjármagni minnki eiginfjárhlutfall þeirra.

Aðalhagfræðingur OECD, Jorgen Elmeskov, varaði við því á blaðamannafundi að þó evrusvæðið væri ekki lengur í niðursveiflu þá væri svæðið enn viðkvæmt fyrir frekari spennu á mörkuðum og vegna skuldastöðu fjármálastofnana og ríkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK