Sérstaða fjármálaþjónustunnar

Kaupmáttur á almennum markaði hefur aukist nokkuð umfram kaupmátt hjá …
Kaupmáttur á almennum markaði hefur aukist nokkuð umfram kaupmátt hjá ríkisstarfsfólki frá áramótum 2011. Eggert Jóhannesson

Þegar þróun kaupmáttar opinberra starfsmanna og starfsfólks á almennum markaði er borin saman kemur í ljós að kaupmáttur á almennum markaði hefur aukist töluvert meira en hjá opinberum starfsmönnum frá upphafi ársins 2011. Sé litið á opinbera starfsmenn innbyrðis sést að kaupmáttur starfsmanna sveitarfélaga hefur þróast með nokkuð lakari hætti en hjá ríkisstarfsmönnum, sem aftur eru ekki svo langt frá almenna markaðnum. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Sé litið á þróun einstakra starfstétta kemur í ljós að kaupmáttur skrifstofufólks og sérfræðinga hefur aukist mest frá ársbyrjun 2011. Kaupmáttur stjórnenda og iðnaðarmanna hefur að sama skapi aukist minnst. Þetta kemur ekki á óvart hvað iðnaðarmenn varðar, enda hafa framkvæmdir á undanförnum misserum verið af skornum skammti og staða iðnaðarmanna á vinnumarkaði því verri en oft áður, segir hagfræðideildin.

Fjármálaþjónusta með sérstöðu 

Hvað atvinnugreinar varðar sést að fjármálaþjónusta (bankar, lífeyrissjóðir og
tryggingafélög) er með nokkra sérstöðu. Kaupmáttur í þessari grein hefur aukist um rúm 14% á tveimur og hálfu ári. Það kemur vel heim og saman við tölurnar fyrir sérfræðinga og skrifstofufólk sem eru fjölmennir hópar í fjármálaþjónustu. Kaupmáttur í samgöngum og flutningum hefur einnig aukist umfram aðrar greinar. Að sama skapi hefur kaupmáttur aukist minnst í byggingum og mannvirkjagerð, sem kemur vel heim og saman við kaupmátt iðnaðarmanna sem einkum starfa í þeim greinum. 

Sé hins vegar litið yfir lengra tímabil og þróunin skoðuð frá upphafi ársins 2008 kemur í ljós að kaupmáttur nú er lægri en í upphafi árs 2008 í öllum greinum nema í samgöngum og flutningum. Mesta fallið er eftir sem áður í byggingum og mannvirkjagerð þar sem kaupmáttur er um 13% lægri en var í upphafi ársins 2008. Aðrar greinar en þessar tvær eru á nokkuð svipuðu róli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK