Brjóta gegn reglum evrusvæðisins

AFP

Holland, níunda stærsta hagkerfi evrusvæðisins, brýtur gegn reglum svæðisins um lágmarks leyfilegan fjárlagahalla á næsta ári ef fer sem horfir samkvæmt upplýsingum frá hollenskum stjórnvöldum.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að búist sé við að fjárlagahallinn verði 3,3% af landsframleiðslu þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir auknum aðhaldsaðgerðum á næsta ári upp á 6 milljarða evra sem tilkynnt verði um á morgun. Fjálagahallinn má mestur vera 3% samkvæmt reglum evrusvæðisins.

Þá tilkynntu finnsk stjórnvöld í gær að Finnland myndi á næsta ári brjóta gegn reglu evrusvæðisins um hámarks opinberar skuldir sem ekki mega vera meiri en sem nemur 60% af landsframleiðslu.

Hins vegar er útilit fyrir að Spánverjum takist að halda fjárlagahalla spænska ríkisins innan þess ramma sem stefnt var að á þessu ári eða 6,5% af landsframleiðslu. Þetta kom fram í máli Luis de Guindos, efnahagsráðherra Spánar, í gær.

Spánverjum var heimilað af framkvæmdastjórn Evrópusambandinu að miða við 6,5% fjárlagahalla í ár á meðan reynt væri að koma hallanum niður fyrir það sem reglur evrusvæðisins heimila. Það er 3% halla miðað við landsframleiðslu sem fyrr segir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK