Hætta á að vinnslan færist út

Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, segir hættu á að vinnsla færist …
Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, segir hættu á að vinnsla færist úr landi með núverandi veiðigjaldi. Ómar Óskarsson

Hætta er á því að fiskvinnsla færist út þar sem hagnaður af landvinnslu kemur inn í útreiknigrunninn fyrir veiðigjald. Þetta segir Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóra Deloitte, í samtali við mbl.is. „Það leiðir til þess að vinnslan getur færst úr landi, verðmætasköpunin færist annað þar sem hún er ekki skattlögð með sama hætti. Núverandi kerfi mun gera það,“ segir Þorvarður. 

Í gær hélt Þorvarður erindi á fundi Íslandsbanka um sjávarútveginn og sagði hann þar að Deloitte hefði unnið upp úr gögnum frá 88% af þeim fyrirtækjum sem hefðu úthlutaðar aflaheimildir. Þar kæmi fram að heildarhagnaður fyrirtækjanna væri um 40 milljarðar, en að hann lendi mjög mismunandi á fyrirtækjum eftir stærð þeirra og gerð. 

Gögnin frá Hagstofunni ekki hugsuð til skattlagningar

Var honum tíðrætt um galla veiðigjaldsins og hvernig þau væru reiknuð út. „Það að byggja á tölum sem eru hugsaðar sem tölfræðigögn frá Hagstofunni og hafa aldrei verið hugsaðar til skattlagningar, ég tel að þær ekki nógu nákvæmar til að hægt sé að byggja á til skattlagningar.“

Þá segir hann að sveiflur í sjávarútveginum leiði til þess að sú aðferðafræði sem notuð er við útreikninga veiðigjaldsins muni koma út ósanngjarnt gagnvart sumum aðilum. Nefnir hann meðal annars að þótt góð afkoma sé af uppsjávarveiðum, þá sé staðan ekki jafn góð með bolfiskafurðir. Því komi gjaldið mjög illa niður á fyrirtækjum sem séu í þeir geira.

Skattur á umframrentu einstakra fyrirtækja

Aðspurður hvernig hann sjái þennan skatt sem sanngjarnastan segir hann að best væri að hann væri skattur á umframrentu einstakra fyrirtækja. Hann segir þó vera hnökra á þeirri framkvæmd, meðal annars þurfi að setja þak á vaxtagreiðslur og horfa á fjármagnsskipan fyrirtækja, en þetta sé þó framkvæmanlegt og betri leið en núverandi kerfi.

Hann segir aðferðina við veiðigjaldið í dag geta ýtt vinnslu úr landi og ítrekar að Íslendingar séu í samkeppni við sjávarútveg sem sé á mörgum stöðum studdur af opinberu fé. „Ef við ætlum að draga tennurnar úr íslenskum sjávarútvegi með ofurskattlagningu, þá mun það leiða til minni verðmætasköpunar.“

Veiðigjaldið kemur mismunandi illa niður á sjávarútvegsfyrirtækjum eftir því hvaða …
Veiðigjaldið kemur mismunandi illa niður á sjávarútvegsfyrirtækjum eftir því hvaða fiskveiðar þau stunda. mbl.is/RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK