Tíu þúsund króna seðill í umferð

Á seðlinum má finna vísanir í störf Jónasar sem skálds, …
Á seðlinum má finna vísanir í störf Jónasar sem skálds, íslenskumanns, alþýðufræðara og náttúrufræðings. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Seðlabanki Íslands setur nýjan tíu þúsund króna seðil í umferð á næstunni. Tilgangur með útgáfu seðilsins er að gera greiðslumiðlun á Íslandi liprari og hagkvæmari, meðal annars með því að fækka seðlum í umferð. Seðillinn fer í almenna umferð fimmtudaginn 24. október.

Seðillinn er tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni, en í seðlinum má finna vísanir í störf Jónasar sem skálds, íslenskumanns, alþýðufræðara og náttúrufræðings. Á framhlið er mynd af Jónasi Hallgrímssyni, Háafjalli og Hraundranga. Þar eru einnig ljóðlínur úr kvæðinu Ferðalok með rithönd Jónasar. Hæðarlínur fjallsins Skjaldbreiðs mynda grunnmynstur bak- og framhliðar. Á bakhlið er blýantsteikning Jónasar af fjallinu Skjaldbreið ásamt vetrarljósmynd af fönnum fjallsins. Hæðarlínum Skjaldbreiðs er varpað inn á myndina. Einnig eru þar myndir af lóum og hörpuskel og ljóðlínur með rithönd Jónasar úr fyrsta erindi kvæðisins Fjallið Skjaldbreiður. Gerð seðilsins er svipuð og þeirra seðla sem nú eru í umferð, auk nýrra og fullkomnari öryggisþátta. Stærð hans er 70 x 162 millimetrar og aðallitur er blár.

Kristín Þorkelsdóttir hannaði seðilinn, en hún hefur stýrt hönnun íslenskra seðla frá árinu 1981. Samstarfsmaður og meðhönnuður hennar er Stephen Fairbairn. 

Í dag var opnuð sýning um 10.000 kr. seðilinn í Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns í sýningaraðstöðu í húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg 1. Sýningin er að jafnaði opin frá kl. 13:30 til kl. 15:30.

Seðillinn var kynntur í Seðlabankanum í dag. Þess má geta …
Seðillinn var kynntur í Seðlabankanum í dag. Þess má geta að í trékistlinum sem hér sést leynast 500 milljónir í beinhörðum peningum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK