Litlu fyrirtækin eru stór á Íslandi

4000 fyrirtæki urðu til í íslensku atvinnulífi á árunum 2010-2012 …
4000 fyrirtæki urðu til í íslensku atvinnulífi á árunum 2010-2012 – nánast öll voru örfyrirtæki. Morgunblaðið/Ómar

Lítil og meðalstór fyrirtæki (með færri en 250 starfsmenn) greiddu 2/3 heildarlauna í atvinnulífinu á árinu 2012 eða um 366 milljarða króna. Heildarlaunagreiðslur í atvinnulífinu námu 555 milljörðum 2012. Þetta kemur fram í úttekt sem Hagstofa Íslands vann fyrir Samtök atvinnulífsins.

Fimmtudaginn 10. október verður efnt til Smáþings þar sem verður stofnaður nýr vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi undir merkjum Litla Íslands. Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA standa að þinginu en þar verða málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi í kastljósinu.

Birtar verða tölur um umfang og mikilvægi smáfyrirtækja á Íslandi, framtakssemi Íslendinga verður mæld með hjálp Capacent og reynt verður að meta hversu mörg störf lítil og meðalstór fyrirtæki geti skapað á næstu 3-5 árum.

Lítil fyrirtæki (með færri en 50 starfsmenn) greiddu um 44% heildarlauna í í atvinnulífinu árið 2012 eða 244 milljarða króna.

Örfyrirtæki (með 1-9 starfsmenn) greiddu 21% heildarlauna í atvinnulífinu árið 2012 eða 116,5 milljarða króna.

Rúmlega sjö af hverjum tíu starfa hjá litlu eða meðalstóru fyrirtæki

Tæplega 25 þúsund launagreiðendur voru í atvinnulífinu árið 2012, nærri 23 þúsund voru örfyrirtæki.

Rúmlega sjö af hverjum tíu starfsmönnum í atvinnulífinu árið 2012 starfaði hjá litlu eða meðalstóru fyrirtæki – rúmlega 98 þúsund manns. Rúmlega 42 þúsund störfuðu hjá örfyrirtækjum.

4000 fyrirtæki urðu til í íslensku atvinnulífi á árunum 2010-2012 – nánast öll voru örfyrirtæki.

Hlutdeild lítilla og meðalstórra fyrirtækja í verðmætasköpuninni er hærra á Íslandi en í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Hlutdeildin var 66% á Íslandi árið 2012 en 58% í ESB.

Hlutfallslega fleiri vinna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Ísland en í ESB.

Nánar verður fjallað um úttekt Hagstofunnar á Smáþinginu, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum atvinnulífsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK