Fyrsta snjallúrið lent á Íslandi

Nýja Samsung Galaxy Gear er fyrsta snjallúrið í sölu hér …
Nýja Samsung Galaxy Gear er fyrsta snjallúrið í sölu hér á landi.

Fyrsta snjallúrið er nú komið í sölu hér á landi, en það er ekki ólíkt því sem hefur sést í Star Trek, James Bond og öðrum framúrstefnulegum kvikmyndum síðustu áratugina. Verður meðal annars hægt að tala í innbyggðan síma úrsins þó viðkomandi sé úti að hjóla eða keyra bíl, án þess að bera úrið upp að höfði viðkomandi. Úrið heitir Galaxy Gear og er nýjasta útspil Samsung í baráttu farsímafyrirtækjanna á snjalltækjamarkaðinum.

Úrið tengist Samsung Galaxy S3 og S4 snjallsímunum og  Note 2, Note 3 og Note 10.1 spjaldtölvum. Bluetooth er svo notað til að tengja úrið við snjallsímana eða spjaldtölvurnar, að því er farsímafyrirtækið Nova segir, en úrin fást meðal annars þar.

Guðmundur Guðmundsson, markaðsstjóri Nova, segir í samtali við mbl.is að úrið sé ekki bara framúrstefnulegt og eins og innsýn inn í James Bond kvikmynd, heldur sé það einnig það þægilegasta hingað til fyrir fólk sem er í heilsurækt og vill t.d. fylgjast með því hversu langt það hleypur. Þá segir hann míkrófóninn og hátalarann á úrinu vera það góða að lítið mál sé að hafa það á úlnliðnum og tala við aðra gegnum síma án þess að beina úrinu sérstaklega að munni eða eyra. 

Hér að neðan má sjá auglýsingu frá Samsung, en þar er tekið saman hvernig snjallúr hafa gegnum tíðina verið einskonar tákngerfingur framtíðarinnar og segir Samsung að nú sé sá tími runninn upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK