Þrír Bandaríkjamenn fá hagfræðiverðlaunin

Hagfræðingarnir Eugene F Fama, Lars Peter Hansen og Robert J …
Hagfræðingarnir Eugene F Fama, Lars Peter Hansen og Robert J Shiller fengu Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár. AFP

Þremenningarnir Lars Peter Hansen, Eugene Fama og Robert Shiller hlutu Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár fyrir brautryðjandastarf sitt við að koma auga á leitni á eignamörkuðum. Í úrskurði dómnefndarinnar kom fram að rannsóknir þeirra væru mikilvægar til að skilja eignamarkaði betur. Kenningar þeirra horfa meðal annars til sveiflna á áhættu, viðhorfum til áhættu og hlutdrægni vegna hegðunar.

Fama og Hansen eru prófessorar við Chicago-háskólann, en Shiller er prófessor við Yale-háskólann. Á síðustu 10 árum hafa Bandaríkjamenn verið í miklum meirihluta  verðlaunahafa í þessum flokki, en 17 af 20 þeirra sem hafa hlotið verðlaunin eru bandarískir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK