„Hvað hefur Grant Thornton að fela?“

Robert Tchenguiz,
Robert Tchenguiz, ANDRE CAMARA

Tchenguiz bræðurnir hafa sakað ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton um að hafa eitthvað að fela eftir að tveir endurskoðendur fyrirtækisins höfðu betur í réttarsal í gær varðandi afhendingu gagna.

Fjárfestarnir Vincent og Robert Tchenguiz höfðu betur gegn Grant Thornton í dómsmáli í júlí en þá var fyrirtækinu gert að afhenda þeim gögn sem talin eru hafa skipt sköpum í rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) á þeim í tengslum við Kaupþingsviðskipti.

Bræðurnir fara fram á 300 milljónir punda í skaðabætur frá SPF eftir að rannsókn á þeim var hætt í fyrra. Telja þeir að Grand Thornton hafi veitt upplýsingar sem leiddi til rannsóknarinnar án heimildar.

Endurskoðendurnir tveir sem um ræðir, Steve Akers og Mark McDonald geta nú leitað til hæstaréttar um hvort þeir þurfi að afhenda gögnin. Tvímenningarnir voru skiptastjórar Oscatello, fjárfestingarfélags Robert Tchenguiz á Bresku jómfrúareyjum. Félagið var einn stærsti skuldunautur Kaupþings þegar bankinn fór í þrot haustið 2008, samkvæmt frétt Telegraph.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK