Styttist í afnám gjaldeyrishafta

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að binda megi endi á gjaldeyrishöftin á innan við sex mánuðum, ef hægt er að stilla af væntingar aðila. Bloomberg fréttastofan hefur þetta eftir Bjarna en ólíklegt er að einhverjar endanlegar ákvarðanir verði teknar á árinu varðandi niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána, segir ráðherrann.

Í viðtalinu sem er tekið í Lúxemborg er haft eftir Bjarna að jafnvel verði búið að afnema gjaldeyrishöftin í apríl en þau hafa verið í gildi í fimm ár. 

Bjarni segir að kröfuhafar íslensku bankanna vilji endilega setjast niður og finna lausn á málum þeim tengdum og það sé jákvætt. Hann segir að útlendir kröfuhafar séu farnir að gera sér grein fyrir því að ekki sé hægt að breyta krónueign þeirra í erlenda mynt samkvæmt myntskráningu Seðlabanka Íslands.

Er þetta í takt við ummæli forsætisráðherra Íslands, Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar, samkvæmt frétt Bloomberg. Bjarni eigi hins vegar ekki von á því að ákvörðun varðandi skuldamál heimilanna liggi fyrir á árinu en vonir standi til að hópur á vegum forsætisráðherra sem skoðar þau mál skili af sér í árslok.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK