Sér enga áætlun í málefnum atvinnulífsins

Á næstunni er nauðsynlegt að fá framtíðarsýn fyrir atvinnulífið og fá þannig trú á framtíðina. Þetta segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, en hann segir þessa áætlun ekki liggja fyrir enn sem komið er. „ Við höfum ekki séð neitt sem væri hægt að kalla áætlun,“ segir Úlfar, en hann gagnrýnir jafnframt ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki verið ákveðnari í skattalækkunum í fjárlagafrumvarpinu.

Hann segir að með auknum skattalækkunum hafi verið hægt að skapa umhverfi til þess að fyrirtæki færu í fjárfestingar og myndu auka starfsmannafjölda sinn. 

Úlfar var meðal þátttakenda í pallborðsumræðum á fundi VÍB í morgun þar sem fjallað var um umhverfi fyrirtækja. Sagði hann að lítil framleiðni væri í hagkerfinu í dag og það stafaði meðal annars af því hér væru menn að halda úti kerfi sem Ísland hefði ekki efni á. Nefndi hann meðal annars að fækka þurfi í eftirlitsiðnaði og að horfa þurfi til þess að stærðin á samfélaginu bjóði okkur ekki upp á að gera allt sem okkur langi til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK