Einkaleyfaleið fátæka og greinda mannsins

Líftæknifyrirtækið SagaMedica fer nokkuð óhefðbundna leið til að vernda höfundarrétt á rannsóknum sem fyrirtækið gerir, en Perla Björk Egilsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að í stað þess að fara einkaleyfaleiðina birti það rannsóknir í ritrýndum tímaritum. Hún segir þetta vera leið fátæka, en greinda mannsins. Í dag héldu Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja ráðstefnu á Grand hótel, þar sem fjölmörg líftæknifyrirtæki sögðu frá vinnu sinni og rannsóknum.

Fyrirtækið gerði fyrir nokkrum misserum fyrstu íslensku klínísku rannsóknina á náttúrulyfjum, en það var á vörunni SagaPro. Perla segir að við þá vinnu hafi komið í ljós brotalöm í íslenskum reglum um rannsóknir á náttúrulyfjum. Hafi það endað þannig að fyrirtækið þurfti að fara eftir sömu reglum og um venjulegt lyf væri að ræða, en ekki náttúruvörur og það hafi kostað fyrirtækið heilmikið, en samantekinn kostnaður vegna rannsóknarinnar hafi numið um 50 milljónum. Þetta getur að hennar sögn gert minni fyrirtækjum erfitt fyrir.

Fyrirtækinu var nýlega tilkynnt um að SagaPro hafi unnið verðlaun frá tímaritinu Better Nutrition sem besta nýja vara ársins 2013, en Perla segir að það sé mikil viðurkenning fyrir þá þróun sem unnin hafi verið síðustu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK