Umsvif sjávarklasans 28% af landsframleiðslu

Umsvif sjávarútvegs og tengdra greina nema um 28% af landsframleiðslu.
Umsvif sjávarútvegs og tengdra greina nema um 28% af landsframleiðslu. Helgi Bjarnason

Heildarumsvif sjávarklasans á Íslandi vaxa annað árið í röð og mælast nú 28,4% af landsframleiðslu samkvæmt nýrri rannsókn Íslenska sjávarklasans. Niðurstöður rannsóknarinnar má lesa í skýrslu sem birt er í dag þar sem greint er frá efnahagslegum umsvifum og afkomu sjávarklasans á Íslandi 2012. Sjávarklasinn í heild stendur líklega undir um 25-35 þúsund störfum eða 15-20% vinnuafls.

Í skýrslunni kemur fram að vöxtur sjávarklasans er nú öðrum þræði drifin áfram af grósku og auknum umsvifum í fullvinnslu aukaafurða og í tæknigeira sjávarklasans. Heildarvelta fyrirtækja í fullvinnslu aukaafurða og líftækni tengdri sjávarútvegi var 22 milljarðar á síðasta ári og jókst um 17% frá árinu 2011. Velta tæknifyrirtækja sjávarklasans var 66 milljarðar á síðasta ári og jókst um 13% frá fyrra ári.

Áhersla á fullvinnslu og bætta nýtingu aukaafurða sem falla til við hefðbundna vinnslu eykst innan sjávarklasans. Heildarvelta helstu fyrirtækja sem falla undir fullvinnslu og líftækni var 22 milljarðar árið 2012 og jókst um 17% frá árinu áður. Í skýrslunni segir einni að framleiðsla eldisfisks jókst um 57% milli ára, en fiskeldi er ennþá lítil grein á Íslandi.

Útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða námu tæpum 269 milljörðum króna árið 2012 og hafa aldrei verið meiri. Lágt raungengi krónunnar og hækkandi verð á mörkuðum leggjast hér á eitt að sögn skýrsluhöfunda, auk bættrar aflanýtingar og vaxandi getu íslenskra fyrirtækja til að bjóða verðmæta vöru árið um kring.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK