Verðbólgan 3,6%

AFP

Vísitala neysluverðs hélst óbreytt á milli mánaða og er verðbólgan mæld á tólf mánaða tímabili 3,6% í október.  Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,13% frá september.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,6% og vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 3,0%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,7% sem jafngildir 2,7% verðbólgu á ári (2,6% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK