Hvetur til fjárfestinga í sæstreng

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Eyþór Árnason

Breska blaðið Guardian segir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, muni í þessari viku halda ræðu í London þar sem hann skori á fjárfesta að styðja áform um að leggja rafstreng frá Íslandi til Bretlands.

Áætlaður kostnaður við að leggja raforkusæstreng milli Íslands og Bretlands er á bilinu 288 til 553 milljarðar króna.

Í skýrslu ráðgjafahóps um raforkustreng til Evrópu segir að svo komnu máli sé ekki unnt að fullyrða um þjóðhagslega hagkvæmni þess að leggja sæstreng milli Íslands og Bretlands. Hins vegar eru vísbendingar um að slík framkvæmd gæti reynst þjóðhagslega arðsöm að nokkrum skilyrðum uppfylltum, m.a. ef tækist að semja við gagnaðila um hagstæð kjör á seldri orku með tiltölulega miklu öryggi og til nokkuð langs tíma.

Bresk stjórnvöld telja afar mikilvægt að tryggja aðgang að orku til framtíðar og hafa því sýnt hugmyndum um orkukaup frá Íslandi mikinn áhuga. Ólafur Ragnar mun ræða þessar hugmyndir á fundi í London í lok vikunnar og Guardian segir að tilgangur fundarins sé ekki síst að fá breska fjárfesta til að leggja verkefninu lið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK