Sprotafyrirtæki líkleg til að flytja úr landi

Í könnuninni var m.a. spurt um rekstrarumhverfi, aðgengi að fjármagni …
Í könnuninni var m.a. spurt um rekstrarumhverfi, aðgengi að fjármagni og stuðningsumhverfi nýsköpunar.

Forsvarmenn sprotafyrirtækja líta fremur dökkum augum á efnahagsumhverfið og þróun efnahagsmála hér á landi, samkvæmt könnun sem framkvæmd var af Capacent í september.

Töluverður hópur forsvarsmanna sprotafyrirtækja telur jafnframt líklegt að fyrirtækið muni flytja úr landi á næstu árum. Ljóst er að mörg fyrirtæki þurfa á auknu rekstrarfé að halda, en forsvarsmenn telja aðgengi að því almennt fremur slæmt á Íslandi fyrir sprotafyrirtæki. Þrátt fyrir það eru flestir fremur bjartsýnir á framtíð síns fyrirtækis.

Könnunin var gerð meðal forsvarsmanna 373 frumkvöðla- og sprotafyrirtækja. Svarhlutfallið reyndist 42,4%. Í könnuninni var m.a. spurt um rekstrarumhverfi, aðgengi að fjármagni og stuðningsumhverfi nýsköpunar.

Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á Iceland Innovation UnConference sem fer fram á Háskólatorgi þann 9. nóvember. Þar verður hægt að ræða um mögulegar orsakir og lausnir á þeim vandamálum sem koma fram í niðurstöðunum og einnig skoða tækifærin sem í þeim felast.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK