Skatturinn brot á eignarrétti

Slitastjórn Kaupþings segir hugmyndir um skatt á fjármálafyrirtæki í slitameðferð …
Slitastjórn Kaupþings segir hugmyndir um skatt á fjármálafyrirtæki í slitameðferð vera órökréttar og óréttlátar. mbl.is/Ómar

Áformaður bankaskattur á fjármálastofnanir í slitameðferð, sem kynntur var í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, er brot á eignarréttarákvæði í stjórnarskránni, brýtur jafnréttissjónarmið og er óréttlátur og órökréttur. Þetta segir slitastjórn Kaupþings banka í yfirlýsingu sem var birt á heimasíðu slitastjórnarinnar.

Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt 1. október síðastliðinn var ákveðið að hækka sérstakan bankaskatt og að stefna að því fella út undanþágu sem hafði verið í gildi varðandi fjármálastofnanir í slitameðferð. Áætlað var að þessar aðgerðir myndu skila 11,3 milljörðum í nýjar tekjur fyrir ríkissjóð, en stærstur hluti þeirra átti að koma frá þeim bönkum sem eru í slitameðferð.

Í tilkynningunni kemur fram að hlutverk slitastjórna sé ekki að veita útlán, en skatturinn er einmitt hlutfall af heildarskuldum fjármálastofnana. Því sé ekki réttlátt að þær fjármálastofnanir sem eru í slitameðferð greiði skattinn. Segir einnig að slitastjórnirnar hafi minni ráðrúm til að mæta skattlagningunni en aðrar fjármálastofnanir og því líti slitastjórnin svo á að um sé að ræða brot á jafnréttisákvæði sem er að finna í 65. grein stjórnarskráarinnar.

Slitastjórnin telur einnig að skattlagningin geti brotið eignarréttarákvæði stjórnarskráarinnar þar sem ekki sé tekið mið af innkomu eða möguleikum slitastjórnarinnar til að greiða skattinn. Því sé um eignaupptöku að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK