Heimsins lengsta flugi hætt

Vél frá Singapore Airlines.
Vél frá Singapore Airlines. AFP

Lengsta samfellda flugleið heims var flogin í síðasta sinn í dag. Singapore Airlines hefur þar með hætt að fljúga hina 19 klukkustunda löngu leið milli Singapore og New York í Bandaríkjunum. Flugfélagið hefur flogið leiðina undanfarin níu ár. Þá hefur félagið einnig hætt beinu flugi sínu til Los Angeles.

Talsmaður félagsins segir að farþegarnir sem voru um borð í vélinni sem flaug síðasta flugið hafi fengið gjafir og veitingar á flugvellinum í Changi í Singapore. 

Sérfræðingar segja að hækkun á eldsneytiskostnaði sé helsta skýringin á því að ekki þykir lengur arðbært að fljúga beint á milli þessara tveggja áfangastaða en leiðin er 15.335 kílómetrar.

Ár er síðan ákveðið var að leggja þessa flugleið niður. Flestir sem nýttu sér hið beina flug og eyddu þar með færri tímum á flugvöllum vegna millilendingar, voru viðskiptamenn og voru fargjöldin eftir því. Ferð aðra leiðina kostaði um 11.180 dollara eða um 1,3 milljónir króna. 

Lengstu flugleiðir sem flognar eru í dag eru milli Dubai og Houston, Dubai og Los Angeles og Jóhannesarborgar og Atlanta. Flugtíminn er í öllum tilvikum 16  klukkustundir og 20 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK