Nokkur ár í að hægt verði að ákveða hvort leggja skuli sæstreng

Paul Johnson, forstöðumaður þróunar hjá National Grid, var fenginn hingað …
Paul Johnson, forstöðumaður þróunar hjá National Grid, var fenginn hingað til lands því hann vinnur hjá helsta raforkufyrirtæki Bretlands og hefur áratuga reynslu af lagningu og rekstri sæstrengja. mbl.is/Rósa Braga

Paul Johnson, forstöðumaður þróunar hjá breska raforkufyrirtækinu National Grid, segir að lagning sæstrengs á milli Íslands og Bretlands til að flytja raforku sé spennandi verkefni og mælir með því að löndin hefji viðræður um að koma því á koppinn.

Takast þurfi á við ýmsar áskoranir, t.d. þurfi að leggja strenginn á miklu dýpi, en þetta sé hægt og ætti að vera til hagsbóta fyrir bæði löndin, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að það sé langur vegur að fara áður en hægt sé að taka ákvörðun um hvort rétt sé að ráðast í verkið. Það taki tvö, þrjú ár að kanna málið. Hann bendir á að um sé að ræða annars vegar pólitískan samning á milli landanna tveggja og hins vegar viðskiptasamning.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK