Ný stefna Vísinda- og tækniráðs gagnslaus

Ekkert er að marka nýja stefnu Vísinda- og tækniráðs miðað við núverandi forsendur fjárframlaga. Þetta segir Þórarinn Guðjónsson, formaður Vísindafélags Íslendinga, í samtali við mbl.is Þórarinn er harðorður gagnvart stjórnvöldum sem hann segir samþykkja stefnu sem þau beri ábyrgð á, þvert á raunveruleikann þegar horft sé til fjárlaga og fjáraukalaga. Segir hann stefnuna því vera gagnslausa sem stendur.

Nýja stefnan var kynnt á Rannsóknarþingi á Grand hótel í dag, en miðað við fjárlög segir Þórarinn að búið sé að koma stöðu rannsóknar- og þróunarsjóða aftur til ársins 2000. Mikil óánægja var á fundinum, eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag, en gert er ráð fyrir að skerða framlög til vísinda- og tæknisjóða um 570 milljónir á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK