„Herra Ísland“ ræður ferðinni

Sjóður á vegum Davidson Kempner eru stærstu kröfuhafar í bú …
Sjóður á vegum Davidson Kempner eru stærstu kröfuhafar í bú Glitnis. mbl.is

Ítök og áhrif Jeremys Lowe, sem fer fyrir sjóðsstýringarfyrirtækinu Davidson Kempner, eru gríðarleg – bæði innan kröfuhafahóps föllnu bankanna en ekki síður á meðal slitastjórnar Glitnis og helstu ráðgjafa bankanna. „Hann einfaldlega ræður ferðinni,“ segir heimildarmaður sem hefur starfað náið með ráðgjöfum og stærstu kröfuhöfum bankanna.

Sjóðir á vegum Davidson Kempner eru stærstu kröfuhafar í bú Glitnis, meðal þeirra stærstu í Kaupþing, eiga umtalsverðar kröfur á Landsbankann og eignarhluti í Bakkavör og Klakka.

Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt Viðskiptablaðs Morgunblaðsins er fjallað um þann stóra hóp ráðgjafa sem starfar fyrir slitastjórnir Glitnis og Kaupþings og stærstu kröfuhafa bankanna.

Jeremy Lowe er þekktur sem „Herra Ísland“ vegna þess víðtæka tengslanets sem hann hefur byggt upp á Íslandi.

Honum er lýst sem skuggastjórnanda sem hafi sterkar skoðanir á því sem eigi að gera en á samt ekki sæti í óformlegu kröfuhafaráði Glitnis - en slík seta kæmi í veg fyrri að hann gæti átt í viðskiptum með kröfur á bankann. Það vill hann ekki.

Þótt Lowe sé sagður afskaplega viðkunnanlegur - sumir nefna að hann sé oft klæddur í gallabuxur og reyni að láta lítið fyrir sér fara á kröfuhafafundum - þá er hann sömuleiðis harður í horn að taka.

„Jeremy er gríðarlega vel skipulagður og stendur ekki upp frá borðinu fyrr en búið er að kortleggja alla útreikninga út í hörgul,“ lýsir einn viðmælandi honum.

Fram kemur í Morgunblaðinu að frá árinu 2012 hafi búin greitt um tíu milljarða í aðkeyptan lögfræði- og ráðgjafarkostnað vegna vinnu í tengslum við gerð nauðasamnings. Helstu ráðgjafar kröfuhafa fái um 120 þúsund krónur á tímann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK