Nýtt frumkvöðlasetur

Jon Tetzchner ávarpaði gesti á formlegri opnun Innovation House í …
Jon Tetzchner ávarpaði gesti á formlegri opnun Innovation House í gær. mbl.is/Eggert

Í gær var nýtt frumkvöðlasetur á vegum Jons Tetzchners, Innovation House á Eiðistorgi 13-15, opnað við hátíðlega athöfn. Ávörp fluttu m.a. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jon Stephenson von Tetzchner, Kristján Freyr Kristjánsson o.fl.

Í tilkynningu frá Innovit segir m.a.: „Tuttugu sprotafyrirtæki hafa komið sér fyrir í nýju frumkvöðlasetri á Eiðstorgi, svokölluðu Innovation House. Stofnandi þess er hinn íslensk-norski Jon Stephenson von Tetzchner sem m.a. er þekktur fyrir að hafa stofnað Opera Software en margir þekkja Opera-netvafrann sem notið hefur töluverðra vinsælda um allan heim.

Innovation House opnaði dyr sínar nú í haust og um leið myndaðist langur biðlisti áhugasamra fyrirtækja. Lágt leiguverð, aðgangur að frjóu umhverfi og mikið líf og fjör eru sennilega helstu ástæður þessarar miklu eftirspurnar.

Fyrirtækin eru af ýmsum toga og starfa m.a. við vöru- og fatahönnun, hugbúnaðargerð, ferðaþjónustu, fjármál, heilbrigðisvísindi, svefnmeðferð, fjölmiðlun, verkfræði o.fl.“

Viðtökur fram úr væntingum

Fram kom á mbl.is í október sl. að það tók aðeins örfáar vikur að fylla hið nýja frumkvöðlasetur, sem formlega var vígt í gær.

Um 20 fyrirtæki eru búin að koma sér fyrir með um 100 starfsmenn í húsnæðinu. Anne Stavnes, forstöðumaður setursins, sagði í október að viðtökurnar hefðu verið framar væntingum og að flýta hefði þurft framkvæmdum við seinni væng húsnæðisins vegna mikillar eftirspurnar.

Í heild eru 24 herbergi í húsnæðinu á tæplega 800 fermetrum, en þar var áður skrifstofa Lyfjastofnunar. Húsnæðið skiptist upp í tvær álmur, sem hver hefur 12 skrifstofur, en auk þess eru tvö fundarherbergi og salur sem getur hýst um 100 manns.

Yfir 100 starfsmenn
» Í október höfðu 18 fyrirtæki hafið starfsemi sína í Innovation House á Eiðistorgi, en í dag eru þau 20 talsins, með yfir 100 starfsmenn.
» Fyrirtækin eru af ýmsum toga og starfa m.a. við vöru- og fatahönnun, hugbúnaðargerð, ferðaþjónustu, fjármál, heilbrigðisvísindi, svefnmeðferð, fjölmiðlun, verkfræði o.fl.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK