GlaxoSmithKline hættir að borga læknum

Höfuðstöðvar GlaxoSmithKline í Brentford, Bretlandi.
Höfuðstöðvar GlaxoSmithKline í Brentford, Bretlandi. Tekið af vef GlaxoSmithKline, gsk.com

Breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur ákveðið að hætta að greiða læknum fyrir að kynna lyf sem fyrirtækið framleiðir auk þess að hætta að greiða sölufólki fyrir fjölda lyfjaávísana sem gerðar eru á lyf fyrirtækisins. Þetta kom fram hjá forstjóra félagsins í gær. Með þessu mun fyrirtækið hætta að nota aðferðir í lyfjageiranum sem hafa verið þekktar en um leið umdeildar síðustu áratugina.

Fyrirtækið hefur lengi greitt læknum og heilbrigðisstarfsfólki fyrir að mæta á ráðstefnur og greitt allan kostnað vegna ferðalagsins. Nýleg skýrsla komst að því að fyrirtækið hefði á síðasta ári eytt sem svarar 40 milljónum punda, eða 7,6 milljörðum króna í útgjöld þessu tengt í Bretlandi einu og sér.

Breytingarnar munu að fullu ganga í gegn árið 2016, en þær koma í kjölfar ásakana um að GlaxoSmithKline var sakað um að nota 320 milljón punda sjóð til að múta læknum og heilbrigðisstarfsfólki í Kína með beinum mútugreiðslum eða þjónustu vændiskvenna gegn því að vísa á lyf fyrirtækisins. Sala fyrirtækisins í Kína hefur í kjölfar ásakananna hefur í kjölfarið minnkað mikið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK