Aukin eftirspurn og verðbólga

Peningastefnunefnd Seðlabankans var sammála um mikilvægi þess að aðhald í …
Peningastefnunefnd Seðlabankans var sammála um mikilvægi þess að aðhald í ríkisfjármálum á næstu árum yrði að minnsta kosti jafn mikið eftir meðferð Alþingis og boðað er í frumvarpi til fjárlaga 2014. Ómar Óskarsson

Peningastefnunefnd Seðlabankans telur að tillögur ríkisstjórnar um lækkun verðtryggðra skulda heimilanna muni að öðru óbreyttu auka innlenda eftirspurn og auka verðbólgu. Hafin er vinna innan Seðlabankans að meta áhrif tillagna ríkisstjórnarinnar um lækkun verðtryggðra skulda heimilanna á efnahagshorfur. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans frá 9. og 10. desember.

Þeir sem sátu fundinn voru Már Guðmundsson, seðlabankastjóri; Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri; Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur; Gylfi Zoega, prófessor, og Katrín Ólafsdóttir, lektor.

Í fundargerðinni segir: „Vegna þess að slakinn í þjóðarbúskapnum er óðum að hverfa mun meiri eftirspurn auka verðbólgu að óbreyttu taumhaldi peningastefnunnar. Meiri eftirspurn mun einnig auka innflutning og draga úr viðskiptaafgangi og stuðla að lægra gengi en ella.

Þótt nefndarmenn teldu verðbólguáhrif höfuðstólslækkunar verðtryggðra lána vanmetin í þeim greinargerðum sem fyrir liggja töldu þeir að miðað við umfang aðgerðanna og dreifingu þeirra yfir tíma myndi þéttara taumhald peningastefnunnar duga til þess að verðbólgumarkmiðið næðist á næstu misserum, að öðru óbreyttu. Þeir töldu eigi að síður mikilvægt að við útfærslu aðgerðanna yrði hugað að því með hvaða hætti draga mætti úr neikvæðum hliðarverkunum þeirra á viðskiptajöfnuð og verðbólgu, því að þannig yrði þörfin fyrir mótvægisaðgerðir peningastefnunnar minni.“

Þá taldi nefndin efnahagshorfur hafa batnað frá því í nóvember en sumir nefndarmenn höfðu þó áhyggjur af þrálátri verðbólgu og verðbólguvæntingum sem höfðu hækkað að undanförnu. „Í því sambandi var nefnt að krafturinn í þjóðarbúskapnum væri meiri en reiknað hafði verið með og mikil óvissa væri um niðurstöðu kjarasamninga. Þá myndu aðgerðir stjórnvalda til lækkunar höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána auka enn frekar á verðbólguþrýsting. Einn nefndarmaður hefði af ofangreindum ástæðum heldur kosið 0,25 prósentna hækkun vaxta, en hann féllst þó á þau rök að ekki væri tímabært að bregðast við fyrr en niðurstöður kjarasamninga og fjárlaga, ásamt mati á áhrifum skuldalækkunar, lægju fyrir.“

Nefndarmenn ræddu einnig fyrirhugaða sölu sértryggðra samningsbundinna skuldabréfa Arion banka hf. sem tilkynnt var um opinberlega 16. desember. Taldi nefndin nauðsynlegt að dreifa sölu þeirra yfir tíma.

Hér má lesa fundargerðina í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK