Taka við tveimur sprotum

Eva Rún Michelsen og Erla Ósk Pétursdóttir.
Eva Rún Michelsen og Erla Ósk Pétursdóttir. mbl.is

Eva Rún Michelsen og Erla Ósk Pétursdóttir hafa tekið við sem framkvæmdastjórar tveggja sprota sem orðið hafa til innan Íslenska sjávarklasans samkvæmt fréttatilkynningu.

Eva Rún hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Húss Sjávarklasans ehf. en í húsinu starfa rösklega 30 fyrirtæki af ýmsum stærðum og gerðum sem eiga það sameiginlegt að vera í haftengdri starfsemi. Markmið þess er að tengja saman fyrirtæki með ólíka starfsemi, allt frá nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að stíga sín fyrstu spor yfir í útibú stórra rótgróinna fyrirtækja sem starfa á alþjóðavísu. Eva Rún er með MSc gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og hefur unnið hjá Íslenska sjávarklasanum frá stofnun hans.

Erla Ósk Pétursdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Codlands ehf., fullvinnslufyrirtæki sem hefur það að markmiði að fullvinna sjávarafurðir með víðtæku samstarfi fyrirtækja á því sviði. Codland er nú í eigu Vísis hf. og Þorbjarnar hf. í Grindavík. Erla er með BA-gráðu í hagfræði- og tölvunarfræði frá Macalester College í Minnesota, Bandaríkjunum og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Vísi hf.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir