Lest til Keflavíkur kostar 100 milljarða

Ferð með fluglest milli Reykjavíkur og Keflavíkur tekur um 20 …
Ferð með fluglest milli Reykjavíkur og Keflavíkur tekur um 20 mínútur.

Ný fluglest milli Keflavíkur og Reykjavíkur gæti stytt ferðatíma niður í 20 mínútur og aukið möguleika innanlandsflugs. Kostnaður við slíka framkvæmd liggur á bilinu 95-105 milljarðar, en sú lest sem verið er að skoða kemst á 200 kílómetra hraða. Í kynningu sem Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, hélt í dag á Ásbrú kemur fram að lengd teinanna sé 46 kílómetrar, en þar af 12,3 kílómetrar í göngum. Á næstunni verður hugmyndin kynnt fjárfestum, en á bakvið verkefnið standa Efla, verkfræðistofa, Kadeco, Landsbankinn, Isavia, Ístak, Reykjavíkurborg, Reitir fasteignafélag og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Samkvæmt kynningunni er gert ráð fyrir að farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll muni áfram aukast og árið 2023 verði fjöldi komu- og brottfara yfir 4,5 milljónir. Í dag er sá fjöldi um 2,3 milljónir. Gert er ráð fyrir að stór hluti farþega nýti sér samgöngur sem þessar og miðað við að helmingur erlendra gesta nýti sér lestina ættu tekjur að vera um 10 milljarðar á ári. 

Fram kom að margt hafi breyst síðan þessi kostur var síðast til skoðunar. Meðal annars sé tækni orðin betri og ódýrari, þá sé rekstrarkostnaður minni og farþegum til landsins hafi fjölgað mikið. Ef af framkvæmdinni yrði, yrði gerð yfirbyggð lestarstöð við flugstöðina og neðanjarðarstöð við gangaendann í miðborg Reykjavíkur.

Þrjár leiðir voru kynntar á fundinum, eins og sjá má …
Þrjár leiðir voru kynntar á fundinum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK