„Stórfelldur“ bati á evrusvæðinu

Mario Draghi, bankastjóri Evrópska seðlabankans, á ráðstefnunni í Davos í …
Mario Draghi, bankastjóri Evrópska seðlabankans, á ráðstefnunni í Davos í dag. LAURENT GILLIERON

Mario Draghi, bankastjóri Evrópska seðlabankans, segir að batinn á evrusvæðinu frá því um sumarið 2012 hafi verið „stórfelldur“. Samt sem áður sé batinn enn brothættur og komi aðallega til vegna aukins útflutnings.

Þetta kom fram í máli hans á viðskiptaráðstefnunni í bænum Davos í Sviss í dag. Árlega hittist áhrifafólk á sviðum viðskipta og stjórnmála ásamt fræðimönnum og blaðamönnum í bænum og ræðir sín á milli um bæði félagsleg og efnahagsleg vandamál heimsins.

Bankastjórinn benti á að ástandið í Grikklandi hefði meira að segja batnað, þó svo að mikið verk væri enn fyrir höndum. Þá gerði hann lítið úr orðum margra hagfræðinga þess efnis að hætta væri á verðhjöðnun á evrusvæðinu. Lítil hætta væri á slíku.

Verðbólga á evrusvæðinu mældist 0,8 prósent í desember á síðasta ári en var 0,9 prósent í nóvember. Það er langt undir verðbólgumarkmiði Evrópska seðlabankans, sem er tvö prósent.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK