Lág laun ástæðan fyrir litlum hagvexti

Eric Schmidt
Eric Schmidt AFP

Stjórnarformaður Google, Eric Schmidt, segir að sú ákvörðun stjórnenda fyrirtækja að reyna að halda launum millistéttarinnar sem lægstum sé helsta ástæða þess hvers vegna hagvöxturinn er jafn lítill og raun ber vitni í heiminum.

Þetta kom fram í máli hans á Alþjóða efnahagsþinginu, World Economic Forum, í Davos í Sviss.

Hann segir að þessi kyrrstaða sem ríki varðandi launaþróun millistéttarinnar sé grafalvarlegt mál því það er millistéttin sem eyðir mestu í heiminum og ef hún hefur ekki peninga til að eyða þá hefur það áhrif á öll þau fyrirtæki sem hún myndi að öðrum kosti eyða hjá. Fyrirtæki sem reiða sig á eyðslu millistéttarinnar. Kostnaður eins fyrirtækis vegna launa eru tekjur annars fyrirtækis. Þegar fyrirtæki lækka laun starfsmanna lækka þau einnig framtíðartekjur sínar.

Að sögn Schmidt beina fyrirtæki mjög sjónum sínum að því að lækka laun og greiða starfsfólki sínu eins lág laun og þau komast upp með. Eins reyni fyrirtæki að skipta út sem flestu starfsfólki á tímum tækninýjunga. Þetta þýðir að laun hafa nánast aldrei verið jafn lítið hlutfall af vergri landsframleiðslu og nú. Þetta útskýrir hvers vegna eftirspurn er jafn lítil og raun ber vitni í hagkerfinu.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK