Arður þrisvar sinnum hagnaður

N1 var skráð á markað um síðustu jól. Eggert Benedikt …
N1 var skráð á markað um síðustu jól. Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, hringdi félagið inn á markað. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórn N1 leggur til við aðalfund, sem haldinn verður eftir mánuð, að félagið greiði 2,7 sinnum meiri arð á árinu en sem nam hagnaði félagsins á liðinu ári.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag um þetta mál kemur fram, að lagt er til að greiddur verði út 1.650 milljóna króna arður en hagnaður liðins árs var 637 milljónir króna. N1 er að mestu í eigu lífeyrissjóða.

Eftir fjárhagslega endurskipulagningu 2011 hefur arðgreiðslubann verið í gildi en tillaga þessi er samkvæmt núverandi stefnu um eiginfjárstýringu. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var 56,5% og eigið fé var 15,2 milljarðar króna við lok árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK